Innlent

Svigrúm til hækkunar hámarkslána að myndast

MYND/Vísir

Félagsmálaráðherra telur að innan skamms verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð í 90%. Frá þessu er greint í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Hámarkslán sjóðsins voru lækkuð úr 90% í 80% í byrjun júlí á þessu ári og var það hugsað sem tímabundin aðgerð til að slá á þenslu. Í Morgunkorni kemur einnig fram að félagsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að tenging útlána Íbúðalánasjóðs miðist við annað en brunabótamat svo sem kaupverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×