Innlent

Gorbatsjov aftur í Höfða eftir tuttugu ár

Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Svoétríkjanna, sneri aftur í Höfða nú í hádeginu, tuttugu árum eftir að hann og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komu þar saman til fundar til að ræða afvopnunarmál stóveldanna tveggja.

Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem tók á móti Gorbatsjov en meðal annarra gesta voru Davíð Oddsson, sem var borgarstjóri þegar Höfðafundurinn fór fram, Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Eftir að hafa skoðað húsakynnin í Höfða ritaði Gorbatsjov nafn sitt í gestabókina sem notuð var í Höfða fyrir 20 árum. Síðar í dag mun Gorbatsjov svo halda hátíðarfyrirlestur í Haskólabíói í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá fundi hans og Reagans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×