Innlent

Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir undirskrifs samkomulags um varnarmál í gær.
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir undirskrifs samkomulags um varnarmál í gær. MYND/AP

Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að síðdegis hafi Geir svo haldið fyrirlestur um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í Johns Hopkins háskólanum í Washington, en hann stundaði nám í alþjóðastjórnmálum við skólann og útskrifaðist þaðan árið 1975.

Heimsókn forsætisráðherra til Washington lýkur síðdegis en hann fundar í dag ásamt dómsmálaráðherra með forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, Robert S. Mueller, III.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×