Innlent

200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili

MYND/Pjetur

Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu.

Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda. Alls vanti um 16 manns í vinnu við frístundaheimilin í Grafarvogi.

„Vegna uppsagna og erfiðleika við ráðningar eru líkur á að segja þurfi nokkrum börnum til viðbótar upp plássum sínum um næstu mánaðarmót. Fulltrúi Samfylkingarinnar skorar á borgarstjóra, Vilhjálm Þ Vilhjálmsson, og meirihlutann í borgarstjórn að láta verkin tala og taka upp hanskann fyrir börn og foreldra í Grafarvogi," segir enn fremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×