Innlent

Tvöfaldaður á næstu árum

Frá Hellisheiði
Frá Hellisheiði MYND/Páll

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir að vegurinn á milli Reykjavíkur og Selfoss verði tvöfaldaður á næstu árum. Þetta muni liggja fyrir í nýrri vegaáætlun sem ríkisstjórnin kynnir í vetur.

Í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi segir Guðni að ríkistjórnin hafi tekið ákvörðun um að ljúka stórvegagerð til og frá höfuðborgarsvæðinu á sem skemmstum tíma.

Samgönguráðuneytið vinnur að gerð nýrrar vegaáætlunar fyrir næstu 12 ár sem kynnt verður í vetur.

Hugsanlegur kostnaður vegna slíkrar framkvæmdar er á bilinu sex til átta miljarðar króna. Þingmenn í Suðurkjördæmi hafa lagt mikla áherslu á að framkvæmdin verði sett í forgang, Guðni telur að það verði gert. Hinsvegar er óvíst hvort samgönguráðherra sé reiðubúinn að gefa grænt ljós á kostnaðarsamar vegabætur á Hellisheiðinni.

Guðni segir að það verði ekki liðið að framkvæmdir á samgönguæðum til og frá borginni sitji á hakanum enda á þeim tíð stórslys og glórulaust að fullnaðarúrbætur taki 12 til 15 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×