Innlent

Misnotaði markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku

Samkeppniseftirlitið telur að Osta-og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf og þannig brotið gegn samkeppnislögum.

Að fenginni þessari niðurstöðu beinir Samkeppniseftirlitið tilmælum til landbúnaðarráðherra um að hann beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði og beiti sér fyrir því að fella niður tolla á mjólkurdufti í því skyni að greiða fyrir samekppni í mjólkuriðnaði.

Skýringin á þessum tilmælum er að Osta- og smjörsalan hefur einokunaraðstöðu við sölu á mjólkurdufti hér á landi og hefur selt Mjólku það á hærra verði en öð4um en Mjólka er í samkeppni við Osta- og smjörsöluna um sölu á nokkrum vöruflokkum mjólkurvara.

Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars að með tilkomu Mjólku hafi verð lækkað á þeim vöruflokkum auk þess sem bændur sem framleiða mjólk utan greiðslumarks fái nú hærra verð en áður fyrir mjólkina. Þannig hafi þessi vísir af samkeppni með tilkomu Mjólku gagnast bæði neytendum og bændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×