Innlent

Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard

MYND/GVA

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins.

Hann segir í fyrirspurninni að Týr hafi komið úr viðgerð í Póllandi nýlega með síðumerkingarnar "Coast Guard" í stað Landhelgisgæslan, eins og verið hafi og hann spyr hvort hin skip Gæslunnar verði merkt á sama hátt. Kristinn spyr jafnframt hvort tæki og búnaður löggæslunnar, svo sem lögreglubílar og lögreglustöðvar, verði líka merkt á ensku en ekki íslensku framvegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×