Innlent

Verða af flýttum starfslokum

Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi.

Samkvæmt kjarasamningi eiga starfsmenn álversins, með fimmtán ára starfsaldur, rétt á flýttum starfslokum þegar þeir eru 65 ára en ef starfsaldurinn er tíu ár gildir ákvæðið við 67 ára aldur. Í því felst að starfsmenn geta hætt störfum og fengið hálf meðallaun, fastráðinna almennra starfsmanna, í þrjú ár eða um 130 þúsund krónur á mánuði. Í síðustu viku var þremur starfsmönnum álversins, með um og yfir þrjátíu ára starfsaldur, sagt upp störfum. Þeir eru á aldrinum 58 til sextíu ára og eiga því ekki kost á flýttum starfslokum.

Þannig myndu peningarnir fara inn á reikning sem starfsmenn gætu sótt í þegar þeir ná tilsettum aldri óháð hversu lengi þeir hafa verið starfað hjá fyrirtækinu.

Starfsmönnunum sem sagt var upp í síðustu viku var greiddur uppsagnarfrestur sem kostaði fyrirtækið um tvær milljónir króna en flýtt starfslok þeirra hefðu kostað á fjórtándu milljón króna. Verkalýðsfélög héldu fund vegna uppsagnanna í gær og afhentu stjórnvöldum ályktun í morgun þar sem þeir mótmæltu tilefnislausum uppsögnum. Í fréttatilkynningu frá Alcan segir að fréttaumfjöllun síðustu daga sé í miklu ósamræði við staðreyndir. Haldið er fast við að starfsmennirnir hafi fengið skýringar á uppsögnum þó þeir segi annað og sem fyrr vill Alcan ekki tjá sig opinberlega um þær skýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×