Sport

Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn

Marcus Grönholm er eini maðurinn sem getur veitt Loeb einhverja keppni í þeim þremur keppnum sem eftir eru að Tyrklandsrallinu loknu
Marcus Grönholm er eini maðurinn sem getur veitt Loeb einhverja keppni í þeim þremur keppnum sem eftir eru að Tyrklandsrallinu loknu NordicPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni.

Loeb er ekki með í keppninni í Tyrklandi eftir að hann handleggsbrotnaði á dögunum og því fær sá finnski kjörið tækifæri til að saxa á gott 35 stiga forskot heimsmeistarans franska með sigri í Tyrklandi.

Grönholm, sem ekur á Ford, hefur 26 sekúndna forskot á Petter Solberg sem er í öðru sæti og Mikko Hirvonen frá Finnlandi er svo í þriðja sætinu. Gamla kempan Colin McRae, sem hleypur í skarðið fyrir heimsmeistarann hjá Citroen, er í sjöunda sæti. Miklar rigningar voru á keppnissvæðinu í dag og þurfti að aflýsa keppni á nokkrum sérleiðum vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×