Innlent

Óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku samkvæmt Vegagerðinni. Þá er skafrenningur á Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi er óveður og hálkublettir og ættu vegfarendur ekki að vera þar á ferð að nauðsynjalausu.

Á Vestfjörðum er ófært yfir Klettsháls og Þorskafjarðarheiði, hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur á Eyrarfjalli. Á Norðurlandi er víða einhver vetrarfærð, ýmist snjóþekja, hálka eða hálkublettir og éljagangur nokkuð víða. Þá er hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins á Vopnafjarðarheiði. Það er þæfingur á Hellisheiði eystri og Öxafrjarðarheiði er þungfær.

Enn fremur er búið að loka veginum um Emstrur og upp á Arnarvatnsheiði vegna vatnavaxta og aurbleytu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×