Innlent

Íslenska útrásin rannsökuð

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hyggst rannsaka íslensku útrásina á árunum 1998 til 2007 í viðamiklu rannsóknarverkefni. Fram kemur í tilkynningu frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ að velta 10 stærstu fyrirtækja landsins hafi aukist um 217 prósent á árunum 1997-2004 og á sama tíma hefur starfsmönnum hjá 10 stærstu vinnuveitendum landsins fjölgað um 72 prósent.

Er talið líklegt að þetta megi að stórum hluta rekja til útrásarinnar og mun Viðskiptafræðistofnun meðal annars lýsa útrásinni, leggja mat á árangurinn og skýra hann. Stefnt er að því að fá skýra heildarmynd af útrásinni og svör við mörgum spurningum haustið 2008. Verkefnastjóri rannsóknarinnar er Snjólfur Ólafsson, prófessor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×