Innlent

Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkissaksóknara.

Ákvörðunin er tekin í framhaldi ummælum og upplýsingum Jón Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum, en þeir hafa báðir lýst því yfir að ónefndir menn hafi tjáð þeim að símar þeirra hafi verið hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, mun annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×