Innlent

Íslenskir unglingar lesa minna en aðrir unglingar

MYND/Vísir

Íslenskir unglingar lesa minna en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra í öðrum löndum, samkvæmt skýrslu um lesskilning og íslenskukunnáttu fimmtán ára unglinga, og Morgunblaðið greinir frá. Aðeins tíu prósent íslenskra unglinga lesa í eina klukkustund eða lengur á dag en til dæmis í Finnlandi er hlutfallið tuttugu og tvö prósent, eða meira en tvöfalt hærra. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að finnskir unglingar nái betri námsárangri en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×