Innlent

Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla

MYND/GVA

Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt.

Innflutningur mjólkurvara sé að mati samtakanna mikilvægur til að halda uppi eðlilegri samkeppni á þessu sviði enda ljóst að með sameiningu mjólkursamlaganna verði markaðshlutdeild hins nýja fyrirtækis nærri hundrað prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×