Lögregla í Búlgaríu og á Spáni hefur upprætt alþjóðlegan glæpahring sem lokkaði um fimmhundruð ungar búlgarskar konur til Kanaríeyja, þar sem þær voru neyddar í kynlífsþrælkun. Saksóknarar á Spáni hafa nú lagt fram kærur á hendur þrjátíu og þriggja manna.
Fimmtán þeirra eru frá Búlgaríu en hinir eru frá Spáni, Rússlandi, Serbíu, Úkraínu, Slóvakíu, Ekvador og Dóminikanska lýðveldinu. Konunum hafði verið lofað vinnu í ferðamannaparadís, þar sem þær gætu lifað í vellystingum pragtuglega.