Innlent

Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. MYND/Einar Ólason

Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%.

Hlutdeild hins opinbera í heildarútgjöldum til heilbrigðismála á Íslandi nemur 83,5%. Hún er umtalsvert minni að meðaltali í OECD-ríkjum eða um 73%.

Fram kemur í vefritinu að heildarútgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa á Íslandi nemi 3.159 í Bandaríkjadölum sem jafngildir um 220 þúsund íslenskum krónum. Ísland er með fimmtu hæstu útgjöldin á mann af öllum OECD-ríkjunum en Bandaríkin eru þar efst á blaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×