Innlent

Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar

MYND/GVA

Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum.

Samtök iðnaðarins segja að samkeppnisyfirvöld eigi ekki að hindra að stór og öflug fyrirtæki verði til en um leið verði þau fyrirtæki sem markaðsráðandi eru að sæta sérstöku eftirliti. Með þessu taka samtökin undir kröfur talsmanns neytenda sem vill að Alþingi breyti nú þegar lögum til þannig að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×