Viðskipti erlent

Líkur á vaxtahækkun í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP

Miklar líkur eru sagðar á hækkun stýrivaxta í Bretlandi í nóvember. Þegar Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í mánuðinum í 4,75 prósentum voru sjö meðlimir peningamálanefndar fylgjandi óbreyttum vöxtum en tveir á móti. Þeir studdu 25 punkta hækkun.

Nefndarmennirnir, sem heita Andrew Sentance og Tim Besley, sögðu hækkun stýrivaxta nauðsynlega fyrr í mánuðinum. Ef vextirnir yrðu ekki hækkaðir þyrfti að hækka þá enn meira síðar.

Líkur er því taldar á 25 punkta hækkun hið minnsta í næsta mánuði. Verði það raunin fara stýrivextir í 5 prósent í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×