Sport

Risamót á Íslandi í næsta mánuði

Þrír íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í næsta mánuði
Þrír íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í næsta mánuði Mynd/Vilhelm

Aflraunasambandið IFSA mun í næsta mánuði halda keppnina IFSA Sterkasti maður heims hér á Íslandi. Keppnin fer fram dagana 18.-25 nóvember og er hér um að ræða bæði undankeppni og úrslit. Það er Magnús Ver Magnússon, fjórfaldur sterkasti maður heims, sem sér um skipulagningu mótsins.

Byrjað verður á undankeppni þar sem keppt verður í nokkrum riðlum og þeir Benedikt Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson og Georg Ögmundsson verða fulltrúar Íslands í keppnini. Hægt er að fullyrða að hér verði um stærsta og öflugasta aflraunamót sögunnar á Íslandi að ræða, en síðast fór keppnin um sterkasta mann heims fram hér á landi árið 1992 þar sem Magnús Ver Magnússon hafnaði í öðru sæti.

Magnús segist mjög spenntur fyrir keppninni hér í næsta mánuði og er búinn að tryggja sér aðstoð Reykjavíkurborgar, Alcan og Toyota til að standa við bakið á sér í mótshaldinu. Hann gerir ráð fyrir því að öflugustu kraftajötnarnir á vegum IFSA muni mæta í keppnina, menn eins og litháenska tröllið Zydrunas Savickas sem sigrað hefur fjögur ár í röð á Arnold Classic mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×