Mýrin sló opnunarmet um helgina 23. október 2006 12:34 Ingvar E. Sigurðsson sem Erlendur rannnsóknarlögreglumaður í Mýrinni. Útlit er fyrir að Mýrin, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, geti slegið öll aðsóknarmet á Íslandi. Mýrin varð til þess að almennt aðsóknarmet var slegið í kvikmyndahúsunum í gær: Um 16.000 manns hafa nú séð hana Mýrina og eftir fyrstu sýningarhelgi nema tekjur 15,8 milljónum króna. Þetta er metopnun fyrir íslenska bíómynd. Aðeins ein erlend mynd hefur skilað meiri tekjum á fyrstu sýningarhelgi. Það var Harry Potter og leyniklefinn, sem tók inn 16,6 milljónir fyrstu helgina 2002. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu, segir að Mýrin stefni í að slá aðsóknarmetið fyrir íslenska bíómynd, 82.000 manns, sem sett var með Englum alheimsins fyrir sex árum. Um 58 þúsund manns sáu mynd Baltasars, Hafið á sínum tíma en aðsóknarmet allra tíma á Íslandi á kvikmyndin Titanic. Hana sáu 124.000 manns árið 1997. Innlent Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Útlit er fyrir að Mýrin, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, geti slegið öll aðsóknarmet á Íslandi. Mýrin varð til þess að almennt aðsóknarmet var slegið í kvikmyndahúsunum í gær: Um 16.000 manns hafa nú séð hana Mýrina og eftir fyrstu sýningarhelgi nema tekjur 15,8 milljónum króna. Þetta er metopnun fyrir íslenska bíómynd. Aðeins ein erlend mynd hefur skilað meiri tekjum á fyrstu sýningarhelgi. Það var Harry Potter og leyniklefinn, sem tók inn 16,6 milljónir fyrstu helgina 2002. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu, segir að Mýrin stefni í að slá aðsóknarmetið fyrir íslenska bíómynd, 82.000 manns, sem sett var með Englum alheimsins fyrir sex árum. Um 58 þúsund manns sáu mynd Baltasars, Hafið á sínum tíma en aðsóknarmet allra tíma á Íslandi á kvikmyndin Titanic. Hana sáu 124.000 manns árið 1997.
Innlent Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira