Innlent

Atvinnurekendur leiðrétti launamun kynjanna

MYND/Hari

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínístafélags Ísland skorar á atvinnurekendur að fylgja landslögum og leiðrétta launamun kynjanna í fyrirtækjum sínum. Þessi áskorun er send í tilefni þess að í dag er liðið ár frá því að rúmlega 50.000 íslenskar konur gengu út afvinnustöðum sínum til að vekja athygli á launamuni kynjanna og krefjastleiðréttingar á honum.

Þá bendir Femístafélagið á að félagsmálaráðuneytið hafi í síðustu viku birt sláandi niðurstöður könnunar þar sem fram komi að á síðustu tólf árum hafi hreinn kynbundinn launamundur aðeins minnkað um 0,3 prósentustig og munurinn á launum karla og kvenna sé nú 15,7 prósent.

Í 3. kaflajafnréttislaga nr. 96/2000 kemur fram að atvinnurekendum sé skylt aðgreiða sömu laun fyrir sambærileg störf. Miðað við að þróunlaunajafnréttis verði með samsvarandi hætti í framtíðinni reiknast okkurtil að konur og karlar muni hafa jöfn laun árið 2634. Nú þykja okkur 628ár fulllangur tími og því skorum við í atvinnu- og stjórnmálahópiFemínistafélags Íslands á atvinnurekendur að framfylgja landslögum með þvíað bera saman laun karla og kvenna í ykkar fyrirtæki og leiðrétta muninn.Afgreiðum sex aldir á einum degi, launajafnrétti í dag!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×