Innlent

BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs

MYND/Sigurður Jökull

BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í.

Jafnframt vakin athygli á nauðsyn þess að létta álögur á einstaklinga og fjölskyldur með lágar tekjur og millitekjur. Þá vill BSRB að eftirlit með verðlagningu matvara á næstu mánuðum og misserum verði stóreflt til þess að tryggja að boðaðar skattalækkanir og aðrar aðgerðir skili sér til almennings í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×