Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma 24. október 2006 18:36 Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira