Innlent

Pétur Blöndal sinnir eftirliti með ÖSE

Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal. MYND/Vísir

Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hefur tekið að sér að vera eftirlistmaður með fjármálum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það var Göran Lennmarker, forseti ÖSE-þingsins, sem óskaði eftir því við Pétur að hann tæki þetta starf að sér. Stafið er nýtt en því er ætlað að tryggja að þingið fái aukið vægi í umfjöllun um fjárreiður ÖSE.

Fyrsta verk Péturs verður að móta starfið og fara yfir fjárhagsáætlun ÖSE fyrir árið 2007. Alls eiga 56 þjóðþing ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku aðild að ÖSE-þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×