Innlent

Óskir annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga verið virtar við útför

Kirkjuþing samþykkti í kvöld ályktun um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Var hún samþykkt með allnokkrum breytingartillögum.

Fram kemur á vef Kirkjuþings að flestar hafi þær snúið að því að styrkja reglur er lúti að trúfrelsi og virða hefðir eða óskir annarra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga.

Með breytingunum er gert ráð fyrir að trúfélög geti óskað þess að búið sé um lík á annan hátt en í kistu og að vilji hins látna verði virtur hvað varði trúarlegar helgiathafnir eða borgaralegar athafnir við útför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×