Hvalveiðar skaða Icelandair 26. október 2006 19:23 Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira