Innlent

Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum

Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví.

Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.

Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum.



Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×