Körfubolti

Skallagrímur lagði KR

Darryl Flake skoraði 23 stig fyrir Skallana í kvöld
Darryl Flake skoraði 23 stig fyrir Skallana í kvöld

Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar liðið færði KR fyrsta tap sitt í úrvalsdeildinni með 88-81 sigri. Gestirnir höfðu undirtökin lengst af leik og unnu verðskuldaðan sigur.

Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með 21 stig og Jeremiah Sola skoraði 17 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 24 stig, Darryl Flake skoraði 23 stig og Dimitar Karadowski skoraði 16 stig.

Þetta var fyrsti sigur Borgnesinga í deildinni í þremur leikjum, en fyrsta tap KR. Á sama tíma unnu Njarðvíkingar auðveldan sigur á Hamri 72-41 í Njarðvík, Snæfell marði Hauka í Hafnarfirði 66-63 og Grindavík burstaði Þór í Þorlákshöfn 98-65 og því eru Grindavík og Njarðvík efst og jöfn í deildinni með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×