Innlent

Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða

Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna.

Þar væri bæði um að ræða skipulegar aðgerðir hópa, og skeyti frá einstaklingum. Hvalveiðum Íslendinga hefur hvarvetna verið illa tekið, en ástralskir ráðamenn hafa verið sérstaklega harðorðir í fordæmingum sínum.

Af þessum sökum þótti áströlsku lögreglunni rétt að bjóða Ingu lögregluvernd við heimili sitt. Hún ákvað þó að þiggja ekki það boð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×