Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ 27. október 2006 12:05 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira