Innlent

Bófar, háttsettir stjórnmálamenn og milljarðar króna

Extra bladet í Danmörku mun að eigin sögn fletta ofan af útrásarfjárfestingum Íslendinga í helgarblaði sínu. Að baki því standi bófar, háttsettir stjórnmálamenn og tugmilljarðar króna - segir í tilkynningu frá blaðinu.

Hún er krassandi tilkynningin frá Extra-blaðinu sem farið hefur nokkuð víða í íslensku bankakerfi í dag. Þar segir í upphafi: "Hefur þú verslað hjá Sterling, Merlin eða Magasín og viltu vita hvað verður um peningana þína?" Þarna er vísað til fyritækja sem Íslendingar hafa keypt í Danmörku undanfarin misseri. Því er lofað að svarið verði á síðum Extra-blaðsins á sunnudag.

Segir í tilkynningunni að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og fylgt peningaslóðinni frá Rússlandi, til Karíbahafsins til Íslands og Danmerkur. Það er ekki fögur sjón - segir í þessum kynningartexta og bætt ert við "Við munum kynna ykkur fyrir viðskiptamódeli sem að koma bófar, hátt settir stjórnmálamenn og milljarðar króna.

Segist blaðið hafa sett hóp rannsóknarblaðamanna og rússneska fréttaritara í að velta við hverjum steini í þessari íslensku sögu. Niðurstaðan taki fram villtasta skáldskap en sé blákaldur veruleiki

Gengi krónunnar lækkaði um 2% í dag og úrvalsvísitalan um 1,5%. Orðrómur um þessa neikvæðu grein um íslenskt efnahagslíf sem boðuð er í Ekstra blaðinu, gæti skýrt þessa lækkun að einhverju leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×