Innlent

Yfir 2000 hafa tekið þátt í prófkjöri

1470 höfðu tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan sex í dag en með utankjörfundaratkvæðum höfðu yfir tvö þúsund tekið þátt. Alls eru um 21 þúsund á kjörskrá.

Mikil spenna er fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík en kosning hófst í Valhöll í dag og stendur til klukkan níu í kvöld. Á sjönunda hundrað tók þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en eftir því sækjast þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og Pétur Blöndal alþingismaður. Sá sem ber sigur úr bítum kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×