Innlent

Í hart vegna gagna um hleranir

Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður, sakar Þjóðskjalasafnið um að rýra heimildargildi opinberra gagna um hleranir stjórnvalda á Kaldastríðsárunum með því að ritskoða þau og breyta með yfirstrikunum. Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni www.skjalasafn.is afrit af gögnum um hleranir stjórnvalda á Kaldastríðsárunum. Nöfn og símanúmer þeirra sem hlerað var hjá hafa verið afmáð.

Aðeins tveir menn hafa fengið grun sinn um að vera í þeim hópi staðfestan, þeir Kjartan Ólafsson og í dag Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður.

Skjölin sem Ragnar fékk afhent í dag sýna að bæði skrifstofusími hans og heimasími voru hleraðir árið 1963 og líka árið 1968.

Ragnar fór fram á yfirlit yfir málið í heild, fékk ekki og ætlar með málið fyrir dómstóla. Hann sakar Þjóðskjalasafni um ritskoðun á opinberum gögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×