Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi 27. október 2006 20:00 Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira