Innlent

Gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á Akureyri

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú stórfelld gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á opnu svæði í bænum. Bæjarfulltrúi segir að ökumaðurinn ætti að skammast sín.

Nýverið ók bifreið um þetta svæði hér í nyrðri hluta bæjarins. Snjór var nýfallinn yfir viðkvæman gróður og sjást vegsummerkin eftir aksturinn á þessum myndum. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta virðist sem bílstjórinn hafi gert sér að leik að aka utan vegar, ef til vill án þess að átta sig á afleiðingunum.

Íbúi sem hafði samband við fréttastofu og varð vitni af þessu akstri segist hafa orðið bálreiður enda nýbúið að græða upp svæðið. Hann lýsti ferðalaginu sem svo að 2 ungir menn hafi verið á ferð á fólksbíl og ljóst að töluvert tjón varð á grasinu.

Lögreglan rannsakar nú málið. Hjalti Jón Sveinsson, bæjarfulltrúi og formaður Náttúruverndarnefndar á Akureyri, hefur kannað gróðurspjöllin og hann er ómyrkur í máli. Hann segir Hörmulegt að horfa upp á að einhverjir séu að gera sér það að leik að spóla bílum sínum um græn svæði eins og það sem hér um ræði. Nýlega hafi verið búið að sá og ganga rösklega frá því. Ljótt sé að sjá hvernig einhverjir ökumenn leiki sér að því að eyðileggja það.

Hjalti Jón segir bílstjórann eiga að skammast sín og taka til eftir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×