Innlent

Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála

Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að á yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi 139 ríki greitt atkvæði með tillögu um gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála, Bandaríkin hafi verið eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Í október 2003 hafi Amnesty International, í samvinnu við Oxfam og IANSA, hafið alþjóðlega herferð sem hafi það að markmiði að gerður verði bindandi alþjóðlegur sáttmáli um vopnaviðskipti. Rúmlega milljón manns í 170 löndum hafi tekið þátt í herferðinni og farið fram á gerð slíks sáttmála og að harðar verið tekið á vopnasölu. Ákvörðun allsherjarþingsins sé því mikilvægur áfangi í baráttunni gegn óheftri vopnasölu sem leiði til fátækar, átaka og mannréttindabrota eins og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×