Innlent

Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi

Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum.

Ekstra-blaðið hefur umfjöllun sína um útrás Íslendinga á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og fylgt peningaslóðinni frá Rússlandi, til Karíba hafsins, þaðan til Íslands og síðan Danmerkur. Í kynningartextanum segir að kynnt verði fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar, háttsettir stjórnmálamenn og milljarðar króna.

Hópur rannsóknarblaðamanna, með verðlaunaða menn innanborðs, og rússneskir fréttaritarar munu hafa verið sendir af stað til að velta hverjum steini og niðurstaðan sé blákaldur veruleiki sem taki fram villtustu skáldsögum.

Danska ríkisútvarpið segir á vefsíðu sinni að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi þurft að róa aðila á íslenska fjármálamarkaðnum eftir að fréttir af þessu birtust. Krónan hafi lækkað um rúm tvö prósent í gær sem sé mesta lækkun króunnar á einum degi í hálft ár.

Vitnað er til ummæla fjármálaráðherra í viðtali við Reuters fréttastofuna í Bretlandi þar sem hann segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×