Geir og Guðlaugur leiða listana 29. október 2006 02:30 Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað." Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað."
Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira