Innlent

Síldarveiðiskip hafa náð öllum kvóta sínum

Síldveiðimenn með afla.
Síldveiðimenn með afla. MYND/Hari

Síldarvertíðirnar hér við land eru farnar að renna út í eitt, en veiðunum úr norsk-íslenska stofninum telst formlega lokið. Skipin náðu öllum kvóta sínum.

En áður en þessari vertíð lauk, hófst veiði á íslensku sumargotssíldinni, og gengur vel. En núna bregður svo við, eins og í fyrrahaust, að norsk-íslenska síldin veiðist í bland við íslensku síldina og þurfa skipstjórar nú að standa klárir á því á hvaða vertíð þeir eru, til að gerast ekki brotlegir við veiðiheimildir á annarri hvorri vertíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×