Innlent

Kærir Ekstra Bladet fyrir kynþáttafordóma í garð Íslendinga

MYND/Pjetur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sagnfræðingur sem starfar í Danmörku, hefur kært danska dagblaðið Extra Bladet til lögreglu fyrir kynþáttafordóma í tengslum við umfjöllun blaðsins um viðskiptahætti íslenskra fyrirtækja í Danmörku.

Fram kemur á fréttavef Nyhedsavisen að það sé fyrst og fremst ein málsgrein sem Vilhjálmur gerir athugasemd við í grein í Ekstra Bladet í gær en þar segir að á hinni vindblásnum eyju í Atlantshafinu hafi 300 þúsund Íslendingar fengið þá hugmynd að þeir geti sölsað undir sig heiminn. Vilhjálmur segir í tilkynningu til danskra fjölmiðla að þarna sé á ferðinni alhæfing um alla Íslendinga og það sé að hans mati brot á kynþáttaákvæðum danskra hegningarlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×