Innlent

Framkvæmdastjóri valinn á morgun

Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson.

Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg.

Finnar sækjast enn eftir því að fulltrúi þeirra, Jan Eric Enestam, fyrrverandi varnarmálaráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri en staða Halldórs Ásgrímssonar, er sögð sterk. Hann sé fyrrverandi forsætisráðherra og auk þess hafi Íslendingur ekki fyrr gegnt embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×