Innlent

Golfstraumurinn stoppaði í tíu daga árið 2004

Golfstraumurinn stöðvaðist í tíu daga í nóvember árið 2004, og enginn veit hvers vegna. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi, í síðustu viku. Lengri stöðvun myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland.

Á ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi, í síðustu viku var rætt um þessa stöðvun Golfstraumsins og meðal þeirra sem þar tóku til máls voru vísindamenn frá National Oceanography Center í Southampton í Englandi, og Woods Hole Oceanographic institute í Bandaríkjunum.

Þessar stofnanir eru með þeim virtustu á sínu sviði, í heiminum. Lloyd Kegwin, frá Woods Hole, sagði að þeir hefðu enga hugmynd um hvað hefði gerst, en þetta væru sneggstu breytingar sem þeir hefðu nokkrusinni séð.

Þetta stóð bara í tíu daga, en hvað ef það hefðu verið 30 eða sextíu dagar, spurði Keigwin, hvenær hringir maður í þjóðarleiðtogana og segir þeim að byrja að hamstra eldsneyti ?

Golfstraumurinn hækkar hitastig í Norður Evrópu um einar tíu gráður. Ef hann hyrfi myndi meðalhiti í Evrópu að líkindum lækka um fjórar til sex gráður á næstu tuttugu árum. Á Íslandi yrðu afleiðingarnar skelfilegar, því það yrðu margvíslegar hliðarverkanir sem færi að gæta samstundis. Meðal annars myndi fiskur hverfa af miðunum, í leit að hlýrri sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×