Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að hefna framhjáhalds

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur MYND/Vísir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tuttugu og sex ára karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, þar af tvo mánuði skilorðsbundið.

Árásin átti sér stað á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur í maí á síðasta ári. Mennirnir störfuðu báðir á veitingahúsum sem voru í eigu sama aðila. Upptök árásarinnar voru þau að fórnarlamb árásarinnar gerði sér vingott við kærustu hins. Þegar árásarmaðurinn komst að því mætti hann á veitingahúsið þar sem hinn vann og réðst á hann. Hann sló höfði fórnarlambsins ítrekað í barborð, sló hann margsinnis hnefahöggi og sparkaði bæði í andlit og líkama fórnarlambsins.

Árásarmaðurinn bar fyrir sig minnisleysi, fyrir dómi, vegna taugaáfalls sem hann fékk eftir að hann frétti um framhjáhaldið. Fórnarlambið hlaut ýmsa áverka svo sem nefbrot og skurði.

Auk fjögurra mánaða dóms þarf árásarmaðurinn að greiða fórnarlambinu rúmlega hálfa milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×