Innlent

Djúpstraumur sem "hikstaði"

Hafrannsóknarstofnun segir að það hafi ekki verið Golfstraumurinn sem slíkur, sem stoppaði í tíu daga í nóvember árið 2004, heldur djúpstraumur sem hefur engin svipuð áhrif og Golfstraumurinn.

Breskir fjölmiðlar sögðu að það hefði verið hluti af Golfstraumnum sem stoppaði, en umræddur djúpstraumur telst ekki vera hluti af honum.

Jón Ólafsson, hjá Hafró segir að þetta straumstopp hafi ekki gerst áður og menn viti ekkert um orsakirnar. Menn geri því þó skóna að þetta sé náttúrulegur breytileiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×