Veik tengsl milli pólskra innflytjenda 31. október 2006 17:53 Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar. Fréttir Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira