Innlent

Lánsmat ríkisins enn neikvætt

Lánshæfismat íslenska ríkisins er enn neikvætt, samkvæmt nýju mati Standard og Poor's, þótt ýmsar langtímahorfur í íslensku efnahagslífi séu góðar.

Matsfyrirtækið finnur að því að almenn peningamálastefna og fjármál hins opinbera séu ekki nægilega samstíga við að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Einnig er nefnt að til skamms tíma standi íslenskt efnahagslíf frammi fyrir stöðnun og hugsanlega harðri lendingu á meðan undið sé ofan af því ójafnvægi, sem skapast hafi vegna fjárfestingagleði og skuldasöfnunar síðustu tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×