Innlent

F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

MYND/KK

F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum.

Það gæti jafnframt orðið fyrsta skrefið í að einkavæða einnig Orkuveitu Reykjavíkur og að einkaaðilar fengju smám saman yfirráð yfir orkulindum sem nú eru í almannaeigu.

Þá segir F-listinni að ef salan gangi eftir verði þess krafist að ábyrgðum borgarbúa vegna lántaka fyrirtækisins verði aflétt. Jafnframt átelur F-listinn að tilkynnt sé í fjölmiðlum um söluna án þess að málið hafi áður verið afgreitt í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×