Innlent

Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum

Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherrarnir héldu eftir fund sinn. Hin norrænu ríkin eru reiðubúin að aðstoða Íslendinga með björgunarstörf, ekki síst með tilliti til uppbygginga í sjóflutningi í norðurhöfum.

Norðurlönd munu einnig aðstoða við öryggismál, til dæmis með aðstoð við innkaup á tækjabúnaði.

Utanríkisráðherrarnir sögðu einnig að Norðurlönd myndu styðja framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×