Innlent

Eggert boðaður á fund mannréttindanefndar

MYND/Teitur

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir því við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, að hann mæti á næsta fund nefndarinnar til að ræða launamun kynjanna hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands.

Það var fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, sem lagði tillöguna fram og var hún sanþykkt einróma. Næsti fundur nefndarinnar er þann 15. nóvember og þar er ætlunin að biðja formann KSÍ að skýra hvers vegna knattspyrnukonur fá ekki jafnmikið greitt í dagpeninga og fyrir árangur í leikjum eins og knattspyrnukarlar. Þetta gerir mannréttindanefndin meðal annars í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur stutt við uppbyggingu á Laugardalsvelli og styrkir íþróttafélög í gegnum Íþrótta- og tómstundaráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×