Innlent

Vilja að breytingar á vali á rektor á Bifröst og í HR

MYND/Hari

Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN) hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að endurskoða nýlegar breytingar á reglum um val rektors. Jafnfram hvetur stjórnin háskólaráð Háskólans í Reykjavík til þess að huga að breytingum á reglum sínum við val á rektor nú þegar núverandi rektor hverfur til annarra starfa.

Í ályktun frá bandalaginu kemur fram í íslensku háskólaumhverfi hafi lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í, eins og vali á rektor.

„Það stingur því í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að," segir í ályktuninni.

„Lýðræðisleg aðkoma starfsmanna og nemenda er líkleg til þess að tryggja góða sátt um stjórnun æðri menntastofnana. Forðast ber að hagsmunir stjórnmála eða viðskipta hafi óeðlileg áhrif á æðri menntastofnanir. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að tryggja slíkt. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×